Einar Ágústsson & Co. ehf - webstore
You have no items in your shopping cart.
Close
Filters
Search

Verk og vit 2018

Wednesday, March 7, 2018

Stór sýningin Verk og Vit 2018 verður haldin í Laugardalshöll 8. – 11. mars 2018 þar sem við munum kynna fyrir sýningagestum framsæknar lausnir fyrir íslenskan byggingariðnað og mannvirkjagerð. Við erum í bás G-11.

Samhliða sýningunni verður Roman Szypura einn helsti sérfræðingur Írlands í raka, - vind- og vatnsvarnarlaga í byggingariðnaði með fyrirlestur í Sal 1 við inngang Laugardalshallarinnar kl 14:00 – 13:00 föstudaginn 9. mars 2018 og fer hann yfir meðal annars þéttilausnir framtíðarinnar á þökum og gluggum með nýjum lausnum frá ProClima

Einnig verður á staðnum sérfræðingur frá KWB og við kynnum nýjar orkusparandi lausnir í aukahlutum fyrir handverkfæri. Meðal nýjunga eru til dæmis Akku - Top sagarblöð sem er hannað fyrir rafmagnsverkfæri og spara orku þeirra. 

ProClima er nýr birgir hjá okkur og við erum spenntir að bjóða uppá framsæknar lausnir í vind-, vatns- og rakavörnum þar sem við segjum myglu stríð á hendur!

Roman Szypura

Roman Szypura

 

Clíoma House Ltd.

Roman fæddist í Þýskalandi og lærði trésmíði þar í landi og vann hjá ýmsum fyrirtækjum sem smiður, við samsetningar á húsum, loftþéttni og uppsetningu á einangrun áður en hann hóf störf sem sjálfstæður iðnaðarmaður. Aðal áhersla hans hefur ávallt verið á loftþéttni, náttúrulega einangrun ( aðallega vatnsþéttni) í vist- og orkuvænum húsum. Hann flutti til Sligo á Írlandi árið 2007 og stofnaði Clíoma House Ltd. sem veitir heildar ráðgjöf á orkusparandi og umhverfisvænum timburhúsum og einangrunar þjónustu fyrir loftþéttni og náttúrulega einangrun. Roman hefur náð þeim einstaka árangri að ná loftþéttni niður í N50 af 0.087ACH.

 

Á sýningabás okkar G -11 verður meðal annars:

· Pro Clima raka,- vind- og vatnsvarnarlög ásamt sérfræðingum

· Nýjung frá KWB: AKKU-TOP orkusparandi aukahlutir fyrir batterísvélar ásamt sérfræðingum

· Þakdúkar frá ARBO ásamt sérfræðingum.

 

Verið velkomin á sýningarbás okkar G-11 í Laugardalshöll.

Leave your comment